7. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 17. október 2023 kl. 09:06


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:06
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:06
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH) 2. varaformaður, kl. 09:22
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:12
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 09:06
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:06
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:06

Nefndarritari: Þórhildur Líndal

Bergþór Ólason og Líneik Anna Sævarsdóttir voru fjarverandi.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:06
Fundargerðir 4.-6. fundar voru samþykktar.

2) Framhaldsskólastigið - áskoranir, tækifæri og fjármögnun Kl. 09:06
Á fund nefndarinnar mætti Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, ásamt Ernu Kristínu Blöndal, Ragnhildi Bolladóttur, Hafþóri Einarssyni og Teiti Erlingssyni frá mennta- og barnamálaráðuneyti. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna. Þá samþykkti nefndin að óska eftir minnisblaði frá ráðuneytinu, sbr. 51. gr. þingskapa, um styrki til rannsóknarverkefna á grunn- og framhaldsskólastigi.

3) 238. mál - Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Kl. 10:01
Á fund nefndarinnar mættu Erna Kristín Blöndal, Anna Tryggvadóttir og Stella Hallsdóttir frá mennta- og barnamálaráðuneyti. Fóru þær yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna. Þá ákvað nefndin að Líneik Anna Sævarsdóttir yrði framsögumaður málsins. Jafnframt samþykkti nefndin að óska eftir minnisblaði frá ráðuneytinu, sbr. 51. gr. þingskapa, þar sem greint verður nákvæmlega hvert þau verkefni sem núverandi Menntamálastofnun hefur með höndum munu fara í kjölfar niðurlagningar stofnunarinnar, nánar tiltekið hvaða verkefni fara til nýrrar Miðstöðvar menntunar- og skólaþjónustu og hvaða verkefni lenda annarsstaðar.

4) 240. mál - breyting á ýmsum lögum í þágu barna Kl. 10:18
Á fund nefndarinnar mættu Erna Kristín Blöndal, Anna Tryggvadóttir og Stella Hallsdóttir frá mennta- og barnamálaráðuneyti. Fóru þær yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna. Þá ákvað nefndin að Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir yrði framsögmaður málsins.

5) 234. mál - stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélagi á Íslandi til ársins 2025 Kl. 10:46
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigríði Valgeirsdóttur, Jón Vilberg Guðjónsson, Brynhildi Pálmarsdóttur, Ásgeir Runólfsson, Úlfar Kristinn Gíslason og Ottó V. Winther frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna. Þá ákvað nefndin að Bryndís Haraldsdóttir yrði framsögumaður málsins. Þá samþykkti nefndin að óska eftir minnisblaði frá ráðuneytinu, sbr. 51. gr. þingskapa, um viðbrögð þess við framkomnum umsögnum í málinu.

6) Veiting ríkisborgararéttar Kl. 11:12
Nefndin samþykkti að Birgir Þórarinsson, Dagbjört Hákonardóttir og Jódís Skúladóttir skipi undirnefnd sem fjalli um umsóknir um ríkisborgararétt.

7) 316. mál - kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla Kl. 10:45
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Bryndís Haraldsdóttir yrði framsögumaður þess.

8) 55. mál - einföldun á ferli umsókna um sérstök útgjöld Kl. 10:45
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir yrði framsögumaður þess.

9) Önnur mál Kl. 11:12
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 11:19